top of page

Lokaverkefni 
Gunnar Tumi, Boyd og Alex

Home: Welcome

Hvað gerir vondan gæja vondan

Í flestum tilvikum stríðs er vondi gæinn sá sem fremur fleiri herglæpi vegna þess að í flestum tilvikum fremja báðir herir stríðsglæpi, auk þess er í mörgum tilvikum herinn sem vinnur góði gæinn í stríði vegna þess að þeir geta sagt sína hlið af sögunni 

Home: About My Project

Stríðsreglur

Aðalreglurnar í stíði

  1. Bannað að drepa/meiða óbreytta borgara 

  2. Bannað að eyðileggja eignir óbreyttra borgara 

  3. Bannað að drepa/meiða hermenn sem gefast upp

  4. Bannað að drepa/meiða stríðsfanga

  5. Bannað að drepa meidda/veika hermenn 

  6. Bannað að pynta

  7. Bannað að refsa fólki án þess að dæma þau

  8. Ekki nota vopn sem valda meiri skaða en það þarf t.d. eiturgas

Home: Watch

Reglur um að fara í stríð

1. Það má fara í stríð ef það er gert innrás inni í landið þitt 
2. Það má fara í stríð ef það er gert árás á bandamann eða nágranna
3. Það má fara í stríð ef það er til að vernda mannréttindi

Home: Quote
220px-WWII,_Europe,_Germany,__Nazi_Hiera

Seinni heimsstyrjöldin

Seinni heimstyrjöldin er stríðið sem flestir horfa á sem alvöru gott gegn illu stríði. Þetta stríð byrjaði útaf friðarsáttmálanum eftir fyrra stríðið. Þýskaland fékk svo slæman samning að margir þjóðverjar fannst að landið þeirra hefði verið svikið. Útaf því náði fasistinn, Adolf Hitler völdin í Þýskalandi, byrjaði að taka yfir önnur lönd og gera bandalög við aðra fasista, t.d. Mussolini á Ítalíu og Tojo í Japan. Útaf því fóru Frakkland og Bretland í stríð við Þýskaland og seinna Ítalíu. Í byrjun var Þýskaland að vinna og náði að taka yfir öllu Frakklandi, en þetta breytist þegar Bandaríkin og Sovétríkin gengu í lið með Bretlandi. Eftir að Þýskaland tapaði og Bandamennirnir hernum landið þeirra fundu þeir útrýmingarbúðir handa gyðinga, sem þjóðverjar höfðu reynt að útrýma í gegnum stríðið.

Home: Body
24th_marines_wwii_iwo_jima.jpg

Fyrri heimsstyrjöldin

Fyrri heimstyrjöldin var fyrsta stríðið þar sem vélar voru notaðar á vígvellinum. Þetta leiddi til að það var rosalega erfitt að gera árás og þegar það var reynt var mikið mannfall. Þetta leiddi til þess að hermennirnir grófu skotgrafir til að passa upp á það að óvinaherinn komist ekki nær. Útaf því hvað lífið í skotgröfunum var erfitt er sagt að fyrri heimstyrjöldin var verst fyrir venjulega hermenn. Í þessum ástæðum urðu hermennirnir það örvæntingarfullir að þeir byrjuðu að nota eiturgas í fyrsta skipti. Eftir hryllinginn í þessu stríði ákváðu öll lönd heimsins að skrifa undir samning um lög í stríði svo að hryllingur í framtíðinni væri ekki eins mikill. Fyrri heimstyrjöldin byrjaði árið 1914 þegar serbneski þjóðernissinninn Gavrilo Princip drap austurríska prinsinn Franz Ferdinand. Þetta varð til þess að öll bandalögin í Evrópu voru kölluð inn sem endaði á þessu stóru stríði. Í einu liði voru Bretland, Frakkland, Rússland, Serbía og seinna Bandaríkin. Í hinu liðinu voru Þýskaland, Austurríki-Ungverjaland og Ottómanaveldið.

Home: Watch
Al-Qaeda-400x266.jpg

Stríðið gegn hryðjuverkum

11. september 2001 flugu tvær flugvélar á tvíbura turnanna í New York sem drap 3,000 manns og meiddi 6,000 fleiri. Hryðjuverkasambandið Al Qaeda tók ábyrgðina fyrir þessa árás.  þetta varð til þess að forseti George W. Bush lýsti yfir stríð gegn Al Qaeda, öll önnur hryðjuverkasamtök og löndin sem studdu þau. Eftir þetta byrjaði Bandaríkin og bandamenn þeirra langt og flókið stríð í Mið Austurlöndunum á móti hryðjuverkum sem er ennþá í gangi í dag. Stríðið byrjaði með að hernema Afghanistan, landi stjórnað af hryðjuverkasamtakinu Taliban. Árið 2003 gerðu Bandaríkjamenn árás inni í Írak til að kasta út Saddam Hussein, sem var að gefa hryðjuverkamönnum pening og búa til W.M.D.. 2011 fóru Bandaríkjamenn inn í Pakistan og drápu foringja Al Qaeda, Osama Bin Laden. Sama árið steyptu Bandaríkjamenn Líbýu einræðisherrann Muanmar Gaddafi af stóli fyrir að gefa hryðjaverkamönnum pening og vopn.  Síðan 2014 hefur aðal óvinurinn í stríðinu verið I.S.I.S., hryðjuverkasamtak í Sýrlandi með markmiðið að taka yfir allan heiminn. Þó að fáir eru sammála hryðjuverkamönnunum, hafa margir gagnrýnt stefnu Bandaríkjanna á þessu máli. Þau segja að stríðið er alltof flókið, er ómögulegt að vinna og, sérstaklega þegar talað er um Írak Stríðið er bent á upplýsingar Bandaríkjanna gæti verið betri.

Home: Watch
Stone Jar

Spurningar sem þú verður að spyrja sjálfan þig

Að vera góður í stríði

  • Hvað má brjóta lögin mikið ?

  • Er öðruvísi ef gert óvart ?

  • Má brjóta lögin eitthvað ?

  • Hvar eru mörkin ?​

Góðar ástæður ​

  • Er hægt að dæma góða ástæðu ?

  • Er hægt að dæma góða ástæðu og ef svo er, hvernig ?

  • Má ástæðan vera pólítísk

"Do the ends justify the means" ?​

Home: Watch
chart6_edited.png

Könnun

Við tókum könnun um hvað fólki finnst um lög stríðs, ef þau eru ósammála einhver af þeim og ef þau vilja setja inn einhver ný lög. Tuttugu og fimm nemendur í tíunda bekk tóku þátt í þessari könnun og könnunin var náttúrulega nafnlaus. Við spurðun annars vegar hvað mætti í stríði og hins vegar hvenær það mætti fara í stríð.

Home: Watch

Þjóðarmorð

Þjóðarmorð eða genocide er talið vera einn alvarlegasti glæpurinn gegn mannkyninu. Það er vísvitandi tilraun til að útrýma þjóðernis, kynþáttar eða trúarhópa. Meðal þjóðarmorða í sögunni er meðal annars tilraun nasista til að útrýma gyðingum og holodomor, sem er vísvitandi tilraun Stalin að svelta úkraínu.

Home: About My Project

Heimildaskrá

Blakeley, R. (2016). British torture in the "war on terror". Sótt frá SAGE Journals: https://journals.sagepub.com/doi/pdf/10.1177/1354066116653455

Editors, H. (29. October 2009). Japanese Internment Camps . Sótt frá HISTORY: https://www.history.com/topics/world-war-ii/japanese-american-relocation

Judgement: International Military Tribunal for the Far East ( International Military Tribunal for the Far East November 1948).

Lipkes, J. (2007). Rehearsals: The German Army in Belgium, August 1914 . Leuven: Leuven University Press.

Morgan, M. J. (2009). The Impact of 9/11 on Politics and War: The Day that Changed Everything? Palgrave Macmillan.

Pruitt, S. (12. April 2017). The Nazis Developed Sarin Gas During WWII, But Hitler Was Afraid to Use It. Sótt frá History: https://www.history.com/news/the-nazis-developed-sarin-gas-but-hitler-was-afraid-to-use-it

Learn More
Home: Watch
Home: Quote
bottom of page